Fjölgun á hverfahleðslum

Fjölgun á hverfahleðslum í Reykjanesbæ

Við þökkum fyrir frábærar móttökur á hverfahleðslum ON í Reykjanesbæ. Nú hafa bæst við tvær nýjar staðsetningar, annars vegar við Selið í Njarðvík og hins vegar við Skógarbraut á Ásbrú. Að auki var tengjum fjölgað annars vegar við Ráðhúsið og hins vegar við Stapaskóla vegna mikillar nýtingar.

Hverfahleðslur ON eru því komnar á sex staði víðs vegar um Reykjanesbæ með 28 tengjum.

  • Stapaskóli, Innri Njarðvík – sex tengi
  • Keilir, Ásbrú – fjögur tengi
  • Skógarbraut, Ásbrú – fjögur tengi
  • Selið, Njarðvík – fjögur tengi
  • Sundmiðstöð, Keflavík – fjögur tengi
  • Ráðhúsið – Keflavík – sex tengi

Hægt er að skoða kort af hleðslustöðvum ON á þessari vefsíður hér

Um leið og við þökkum enn og aftur fyrir frábærar móttökur vonumst við til þess að þessi fjölgun muni styðja íbúa enn frekar í orkuskiptunum!