Förgun Orlik hafin

Orlik hefur verið skorðaður í horn við Njarðvíkurhöfn.
Orlik hefur verið skorðaður í horn við Njarðvíkurhöfn.

Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi fyrir því að torgarinn Orlik sem verið hefur í viðlegu í Njarðvíkurhöfn frá haustdögum 2014 verði rifin á starfsvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Til þess að svo megi verða þarf að minnka djúpristu togarans og verður það gert með því að taka ofan af honum gálga og yfirbyggingar. Öryggisins vegna var ákveðið að gera það í fjörunni við Norðurgarð Njarðvíkurhafnar frekar en þá þeim stað sem hann hafði legið undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að þessi framkvæmd taki um tvo mánuði og þá verði farið með togarann á starfssvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur þar sem niðurrif hans hefst. Þau verklok eru áætluð um mánaðarmótin febrúar/mars 2020.

Hér sést Orlik við Njarðvíkurhöfn