Kátir krakkar
Kátir krakkar

Í tilefni 112 dagsins tóku starfsmenn barnaverndar og verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags saman fræðslumyndbönd sem tengjast velferð barna og ungmenna.
Það er einnig hægt að nálgast fræðsluefni inni á vef Neyðarlínunnar ætluð börnum og  á vef ríkislögreglustjóra.  

Foreldrar og aðrir forráðamenn eru hvattir til að kynna sér efnið og ræða við börnin um mikilvægi þess að þekkja neyðarnúmerið 112.

 

Einkastaðir

Lýsing: Álfarnir Álfur og Embla eru bestu vinir. Í þessari mynd læra þau að sumum leyndarmálum á maður að segja frá.
Aldur: Elstu árgangar leikskóla og yngsta stig grunnskóla.
Lengd: 11:09

Lögreglan getur hjálpað!

Lýsing: Bræðurnir Friðrik Dór og Jón með skilaboð: „Ef að þú hringir í 112 getur lögreglan hjálpað“, „Börn geta líka hringt í 1717 sem er hjálparsími Rauða krossins.“
Aldur: Myndbandið hentar börnum á öllum aldri.
Lengd: 00:29

Við ætlum að tala aðeins um ofbeldi. Vitið þið hvað ofbeldi er?

Lýsing: Starfsmenn lögreglunnar tala um ofbeldi, tegundir ofbeldis og hvert börn geta leitað sér hjálpar.
Aldur: Yngsta stig grunnskóla og eldri börn.
Lengd: 3:18

Betra að segja en að þegja – UNICEF Hreyfingin 2019

Lýsing: Í þessu myndbandi útskýrir Ævar Þór hvað ofbeldi er og hvernig sé hægt að fá hjálp.
Aldur: Yngsta stig grunnskóla og eldri börn.
Lengd: 10:22

Tölum um ofbeldi

Lýsing: Mundu að ofbeldið er aldrei þér að kenna. Fullorðnir eiga að passa að börnum líði vel og fullorðnir verða að leysa vandann. Fáðu hjálp með því að segja frá, það er alltaf einhver sem getur hjálpað.
Aldur: Miðstig grunnskóla og eldri börn.
Lengd: 4:47

Segðu einhverjum sem þú treystir

Lýsing: Þessi teiknimynd er um hugrakka stelpu sem er beitt kynferðislegu ofbeldi. Hún segir frá og fær hjálp.
Aldur: Miðstig grunnskóla og eldri börn.
Lengd: 2:39

Raunverulegt viðtal við þolanda heimilisofbeldis

Lýsing: Sóley er 13 ára stelpa sem ólst upp við heimilisofbeldi. Hún hefur nú flutt á annað heimili með mömmu sinni. Í dag er hún glöð og býr við öryggi. Mikilvæg skilaboð í lok myndbands „Við erum öll saman gegn ofbeldi“ „112 hringdu – jafnvel þótt þú sért í vafa“
Aldur: Elsta stig grunnskóla og eldri börn.
Lengd: 2:26