Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar þjónustar Suðurnesjabæ í skólamálum

Við undirritun samningsins. Frá vinstri: Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Su…
Við undirritun samningsins. Frá vinstri: Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar, Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær og Suðurnesjabær framlengdu í vikunni þjónustusamning þar sem Suðurnesjabær kaupir þjónustu af fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Um er að ræða skólaþjónustu og þjónustu henni tengdri. Samningurinn gildir út skólaárið 2019-2020.

 Samningur Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar nær til skólaþjónustu, skimana og ráðgjafa um íhlutun og kennslufræðilega ráðgjöf vegna tvítyngdra nemenda. Einnig eru í samningum ákvæði um úrræði og fræðslu, endurmenntun starfsfólks, faglegt samstarf stjórnenda, rekstrarráðgjöf og eftirlit með gæðum þjónustu.

 Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar hefur á undanförnum misserum þjónustað skólana í Garði og Sandgerði, nú Suðurnesjabæ. Ánægja er með þjónustuna og verður henni því haldið áfram enn um sinn.