Framkvæmdir við fyrsta áfanga Stapaskóla ganga vel

Loftmynd af framkvæmdasvæði sem tekin var fyrr í júlí.
Loftmynd af framkvæmdasvæði sem tekin var fyrr í júlí.

Framkvæmdir við fyrsta áfanga Stapaskóla ganga samkvæmt áætlun. Í honum er grunnskólahlutinn, rúmlega 7000 fm². Búið er að koma upp sparkvelli við bráðabirgðahúsnæðið, auk leikvallar og verið er að koma fyrir færanlegum kennslurýmum við skólann. Hann er nú rekinn í bráðabirgðarhúsnæði skammt frá framkvæmdarsvæði.

Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar sviðsstjóra umhverfissviðs er kappsmál verktaka að loka fyrsta áfanganum fyrir veturinn og fara þá að athafna sig innandyra.

Horft á framvkæmdasvæði Stapaskóla frá jörðu niðri

Hér má sjá sparkvöllinn við Stapaskóla

Hér má líta færanlega kennslurýmið sem verið er að koma fyrir utan við bráðabirgðarhúsnæði Stapaskóla