Hér má sjá hver staðan er á byggingu hjúkrunarheimilis.
Hér má sjá hver staðan er á byggingu hjúkrunarheimilis.

Vinna við uppsteypu og annan áfanga framkvæmda við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum ganga vel.  Hafin er vinna við að steypa veggi fyrstu hæðar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Verktaki síðasta áfanga, Hjalti Guðmundsson ehf, hefur nú lokið framkvæmdum við fyrsta áfanga og er honum þakkað gott framlag.  Nýr verktaki, ÍAV hf hefur nú tekið við verkframkvæmdum næsta áfanga, sem felst í að steypa upp þrjár hæðir og ganga frá húsinu að utan, með gluggum, klæðningu og þakfrágangi. Gert er ráð fyrir að vinnu við þennan áfanga verkefnisins verði lokið haustið 2013. Ef aðstæður í veðurfari yfir vetrarmánuði hamla ekki framkvæmdum, er gert ráð fyrir að steypuvinnu verði að mestu lokið á vormánuðum, en þá taki við klæðning hússins að utan.
Næsta útboðsverk er við frágang hússins að innan, en í því felst fullnaðarfrágangur á gólfum, veggjum, loftum, lögnum, kerfum og innréttingum. Stefnt er að því að útboð þessa áfanga fari fram í febrúar næstkomandi.
Í hjúkrunarheimilinu verða sex litlar einingar með 10 húkrunarrýmum, hver eining með sinni setustofu, eldhúsi, þvottahúsi og borðsstofu. Samtals verður því aðstaða fyrir 60 einstaklinga, en gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka það um 20 rými til viðbótar með því að bæta fjórðu hæðinni ofaná núverandi hús.