Frístundaheimili grunnskóla opna frá 9. ágúst 2021 fyrir börn fædd 2015

Akurskóli
Akurskóli

Ákveðið hefur verið að opna frístundaheimili grunnskólanna fyrir tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2015) frá 9. ágúst til skólasetningar. Um leið verður ekki lengur í boði fyrir þann hóp að koma aftur inn á leikskólann sinn eftir að sumarleyfi lýkur. Markmiðin með þessari opnun eru m.a. að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda, að aðlögun nýrra leikskólabarna geti farið fram fyrr en hefur verið og að aðlaga tilvonandi 1. bekkinga í grunnskólann sinn.

Farið var af stað með tilraunaverkefni í þremur skólum haustið 2020 og var almenn ánægja foreldra með framkvæmdina. Að fenginni reynslu þessa tilraunaverkefnis var ákveðið að bjóða upp á þessa þjónustu í öllum grunnskólum sveitarfélagsins og koma þannig til móts við þarfir fjölskyldna. Einnig til að jafna stöðu íbúa sveitarfélagsins meðal annars m.t.t. baklands sem er hluti af stefnu Reykjanesbæjar Í krafti fjölbreytileikans og verkefnisins Allir með!.

Skráning er hafin og fer fram í gegnum www.mittreykjanes.is og er skráning fyrir þetta tímabil ótengd skráningu fyrir frístundaheimilin eftir að skólastarf hefst. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börnin sín fyrir 26. mars.

Opnunartíminn verður frá 8:00 – 15:00. Börnin fá morgunhressingu, hádegismat og síðdegisnesti og því ekki þörf á því að senda þau með nesti.

Boðið verður upp á að skrá börnin annað hvort allan daginn eða fyrir hádegi.

Gjaldskrá:

Frístundaheimili Háaleitis-, Heiðar-, Holta-, Myllubakka- og Njarðvíkurskóla
Gjaldskrá fyrir tímabilið 9.-20. ágúst 2021

Allur dagurinn frá klukkan 8:00 til 15:00 18.165 krónur
-morgunhressing, hádegismatur og síðdegisnesti innifalið  
Fyrir hádegi frá klukkan 8:00 til 12:00 15.800 krónur
-morgunhressing og hádegismatur innifalið  

 

Frístundaheimili Akur- og Stapaskóla
Gjaldskrá fyrir tímabilið 9.-23. ágúst 2021

Allur dagurinn frá klukkan 8:00 til 15:00 19.982 krónur
-morgunhressing, hádegismatur og síðdegisnesti innifalið  
Fyrir hádegi frá klukkan 8:00 til 12:00 17.380 krónur
-morgunhressing og hádegismatur innifalið  

Fjölskylduafsláttur (gildir eingöngu af tímagjaldi) gildir á milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla.