Frístundastyrkur fyrir 4 ára til 18 ára aldurs

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að frístundastyrkur (hvatagreiðslur) fyrir foreldra barna á aldrinum 4 til 18 ára séu kr. 45.000.- frá 1. janúar 2023 til niðurgreiðslu á viðurkenndu íþrótta,- tómstunda- og listgreinastarfi. Úthlutun hvatagreiðslna/frístundastyrks fer fram í gegnum Hvata vefskráningar- og greiðslukerfi ( Sportabler o.s.frv.).

Þegar nýskráningar hefjast (yfirleitt á haustin) er hægt að ráðstafa frístundastyrknum. Þegar það er gert er mikilvægt að haka í reitinn ,,nota frístundastyrk“ ef foreldrar kjósa það. Þá dregst upphæðin frá æfingagjaldinu. Hvatagreiðslur/frístundastyrkur verða greiddar út mánaðarlega til íþrótta- og tómstundafélaganna í stað þess að greiðslan fari beint til foreldra eins og áður tíðkaðist.

Greiðslan getur að hámarki numið kostnaði við námskeið. Skilyrði er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða kennara/leiðbeinanda. Einungis er hægt að nýta hvatagreiðslu/frístundastyrk einu sinni á hvert gjald.

  • Skilyrði er að bæði barn og foreldri eigi lögheimili í Reykjanesbæ.
  • Hvatagreiðslur/frístundastyrkur sem búið er að ráðstafa í æfingagjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra til viðkomandi.
  • Hvatagreiðslur/frístundastyrkur nýtast ekki fyrir Frístundaheimili skólanna.

Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur/frístundastyrkur að hluta eða að fullu falla eftirstöðvar niður um áramót. Ef iðkandi er að nýskrá sig í íþrótt þar sem æfingatímabilið er hálfnað eða langt liðið þá þarf viðkomandi að senda tölvupóst á hjordis@keflavik.is hamundur@umfn.is til að fá aðstoð við skráningu.

Fyrirspurnir vegna hvatagreiðslna/frístundastyrks skulu sendast á hvatagreidslur@reykjanesbaer.is

Íþrótta- og tómstundafulltrúi