Fuglaskoðun í Sólbrekkuskógi

Það eru allir velkomnir í fuglaskoðunargöngu í Sólbrekkuskógi laugardaginn 17. september kl. 10:00. Guðmundur Falk fuglaljósmyndari og Hannes Þór Hafsteinsson fuglaáhugamaður fræða gesti um fuglalífið í Sólbrekkuskógi og nágrenni. Einnig munu þeir ræða almennt um hvernig maður ber sig að við fuglaskoðun. Þeir félagar hafa um árabil stundað merkingar og fóðurgjafir og fylgst með fuglum hér suður með sjó og eru manna fróðastir um þau mál.

Allir velkomnir.
Grillaðstaða og leiktæki á sínum stað