Fyrra tímabil vinnuskólans orðið fullt

Starfsmenn Vinnuskóla taka til höndum við Bakkalág.
Starfsmenn Vinnuskóla taka til höndum við Bakkalág.

Fyrra tímabil Vinnuskóla Reykjanesbæjar er orðið fullt. Áfram verður tekið á móti umsóknum á B tímabil á vef Reykjanesbæjar.

Boðið er upp á eftirfarandi tímabil:
14 ára unglingar (8. bekkur) fá vinnu í 4 vikur, 4 klukkustundir á dag frá kl. 08-12 mánudag til föstudags.
Fyrra tímabilið (A) er frá 9. júní til 8. júlí og seinna tímabilið (B) frá 1. júlí til 29. júlí
15 ára unglingar (9. bekkur) fá vinnu í 4 vikur frá kl. 08-16 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08 til 12 á föstudögum.
Fyrra tímabilið (A) er frá 9. júní til 8. júlí og seinna tímabilið (B) frá 1. júlí til 29. júlí.

16 ára unglingar (10. bekkur) fá vinnu í 4 vikur frá kl. 08.00-16 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08.00 - 12.00 föstudaga.
Fyrra tímabilið (A) er frá 9. júní til 8. júlí og seinna tímabilið (B) frá 1. júlí til 29. júlí.