Gagnvirkir plötuspilarar opnaðir í Rokksafni Íslands

Gagnvirku plötuspilararnir í Rokksafni Íslands. Ljósmynd: Safnahelgi á Suðurnesjum
Gagnvirku plötuspilararnir í Rokksafni Íslands. Ljósmynd: Safnahelgi á Suðurnesjum

Gagnvirkir plötuspilarar verða teknir í notkun í Hljómahöll á komandi Safnahelgi á Suðurnesjum, 9. og 10. mars. Með plötuspilurunum fær fólk meiri upplifun af íslenskri tónlistarsögu sem hýst er í Rokksafni Íslands. Safnið fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir.

Upphafið að hugmyndinni kemur frá starfsfólki Rokksafnsins sem vildi gera sýningu safnsins gagnvirkari og auka á upplifun gesta. Grunnsýning safnsins er í föstum skorðum en með plötuspilurunum er safnið fært fram í tímann.

Í safninu eru nú þrjár stöðvar með gegnvirkum plötuspilurum. Gestir hafa úr nokkrum plötum með sögu íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita að velja. Með því að snúa plötunni opnast umfjöllun um viðkomandi listamann eða hljómsveit sem er blanda af ljósmyndum, tónlist og myndböndum.

Það var margmiðlunarfyrirtækið Gagarin sem gerði plötuspilarana, en fyrirtækið hefur unnið fleiri verkefni með Rokksafninu.

Með því að smella á þennan tengil opnast Vísa í umfjöllun um plötuspilarana í sjónvarpi Víkurfrétta

Með því að smella á þennan tengil opnast viðtal við Tómas Young framkvæmdastjóra í morgunútvarpi RUV