Gamla íþróttavallarhúsið í Njarðvík rifið

Niðurrif að hefjast síðastliðinn föstudag.
Niðurrif að hefjast síðastliðinn föstudag.

Gamla íþróttavallarhús Njarðvíkur við Vallarbraut 14 hefur verið fjarlægt. Mikil sjónræn breyting hefur orðið á svæðinu í kjölfarið. Það var Ellert Skúlason ehf. sem sá um framkvæmdina.

Húsið var þjónustuhús ungmennafélags Njarðvíkur meðan félagið var með knattspyrnuaðstöðu sína þar. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum tveimur áratugum, með byggingum stjórra fjölbýlishúsa, hjúkrunarheimilis og þjónustukjarna. 

Fyrir rúmum mánuði óskaði Reykjanesbæ eftir tilboðum í niðurrif hússins og fékk Ellert Skúlason ehf. verkið. Að sögn Tryggva Þórs Bragasonar hjá eignaumsýslu Reykjanesbæjar var mjög vel að verkinu staðið. Niðurrif hafið aðeins tekið einn dag. Sökkul verður brotinn upp og fjarlægður í þessari viku. Samkvæmt tilboði átti verkinu að vera lokið fyrir árslok.

Hér sést hvernig umhorfs er á svæðinu eftir að húsið vék