Á mynd eru formaður slysavarnadeildarinnar Dagbjargar Sigurlaug Erla Pétursdóttir, Berglind Ásgeirsdóttir veitir búnaðinum viðtöku fyrir hönd Reykjanesbæjar, Marteinn Eyjólfur Þórdísarson formaður björgunarsveitarinnar ásamt varaformanni Hafþóri Erni Kristóferssyni.
Á Uppstigningardag bauð björgunarsveitin Suðurnes til vígsluhófs á nýjum björgunarbáti sveitarinnar í blíðskaparveðri við Keflavíkurhöfn.
Að því tilefni gaf björgunarsveitin ásamt slysavarnadeildinni Dagbjörgu, sveitarfélaginu björgunarbúnað til að setja upp hjá Skessunni í hellinum við smábátahöfnina.
Við þökkum hjartanlega fyrir okkur og óskum sveitinni innilega til hamingju með nýja björgunarbátinn.