Vinnustaðajóga í Ráðhúsinu byrjar vel
Vinnustaðajóga í Ráðhúsinu byrjar vel

Að lokinni heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar!

Kærar þakkir fyrir þátttökuna í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem haldin var fyrstu vikuna í október í fimmtánda sinn. Mjög góð þátttaka var meðal bæjarbúa og stofnanir Reykjanesbæjar, fyrirtæki og einstaklingar buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Yfir 100 manns mættu í heilsufarsmælingu Samtakahópsins og BS, góð mæting var á fyrirlestur Ebbu Guðnýjar og mikið áhorf á rafrænu fyrirlestrana sem voru í boði svo eitthvað sé nefnt. 

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar verður svo haldin í 16. sinn 2. október til 8. október 2023.

Allar ábendingar um hvað gera megi betur má koma til skila á netfangið forvarnir@reykjanesbaer.is

Enn og aftur kærar þakkir !
Hafþór Barði Birgisson & Ásdís Ragna Einarsdóttir