Greinargerð formanns bæjarráðs með tillögu bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí sl., með 7 atkvæðum gegn 4, eftirfarandi tillögu:

„Viðræður við kröfuhafa Reykjanesbæjar (A – B hluta) hafa staðið yfir sl. 18 mánuði með vitund og samþykki Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Heildarsamkomulag við alla kröfuhafa er ekki í sjónmáli og því ljóst að ekki tekst að skila aðlögunaráætlun sem sýnir hvernig Reykjanesbær getur uppfyllt skilyrði laga um fjármál sveitarfélaga, hvað varðar skuldaviðmið, en frestur til þess rann út 31. mars sl.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir því að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli.“

Áður en tillagan var lögð fram flutti formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, nokkuð ítarlega greinargerð um framvindu viðræðnanna sem staðið hafa sl. síðan snemma árs 2015.