Reykjanesbær hækkar niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum

Þann 1. janúar 2022 hækkaði Reykjanesbær niðurgreiðslur barna hjá dagforeldrum úr 65.000 kr. í 73.000 kr. á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur foreldra munu því haldast óbreyttar þrátt fyrir gjaldskrárhækkun dagforeldra um þessi áramót.

Einnig hafa bæjaryfirvöld ákveðið að greiðsla foreldra hjá dagforeldrum fyrir börn 18 mánaða og eldri verði 40.000 kr. á mánuði sem er samsvarandi mánaðar dvalargjaldi í leikskólum fyrir átta tíma vistun. Meðal fleiri breytinga má nefna að afsláttur fyrir fleirbura verður með sama hætti og systkinaafsláttur er í leikskólum bæjarins.

Fræðslusvið Reykjanesbæjar