Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti. Holtaskóli í öðru sæti

Sigurlið Heiðarskóla.
Sigurlið Heiðarskóla.

Ekkert lát er á góðu gengi skólanna í Reykjanesbæ. Keppnin var jöfn og hörð og sátu áhorfendur andstuttir af spenningi á meðan keppendur fóru á kostum í brautinni. Mikil stemming var einnig í heimahúsum víða um land, en mikið áhorf er á keppnina sem sýnt var í beinni útsendingu á RUV.
Svona árangur næst ekki nema með þrotlausri vinnu og góðri samvinnu kennara og keppenda í skólunum.
Skólar úr Reykjanesbæ hafa verið sigursælir í keppninni. Heiðarskóli vann árið 2010, Holtaskóli næstu þrjú og Heiðarskóli vann glæstan sigur nú í ár.

Í sigurliðinu voru
Elma Rósný Arnardóttir, armbeygjur og hreystigreip
Andri Már Ingvarsson, upphífingar og dýfur
Katla Rún Garðarsdóttir, hraðaþraut
Arnór Elí Guðjónsson hraðaþraut