hh

,,Hrynjandinn er dansfífl" nefnist sýning Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur
sem opnaði síðasta laugardag 9.apríl í Suðsuðvestur, Keflavík.

Bryndís Hrönn stillir saman myndbandsverki, texta, ásamt munum sem
tengjast henni persónulega. Það sem helst hefur heillað Bryndísi Hrönn við
undirbúning sýningarinnar eru spurningar um það hvort leiðin inní
eilífðina/tilveruna utan við skilningssviðið, sé eins og eldflaug að taka
sig á loft, líkt og hjartað berst í brjósti manns áður en hann yfirgefur
líkama sinn. Og hvort endurtekningin (þráhyggjan) sé eins konar forspil,
undirbúningur að upphafi loftkenndrar tilveru eða hugsunar.
Hrynjandinn er dansfífl vísar til þess hvernig mannfólk dansar við tilveruna, hrynjandinn
í samspili hins óviðráðanlega og tilviljanakennda og manneskjunnar sem
bregst við því.

Bryndís Hrönn lauk BFA úr fjöltæknideild Listaháskóla Íslands árið 2002 og
MFA árið 2006 frá Akademie der Bildenden Kunste í Vínarborg.
Sýningin stendur til 8 maí.

Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. www.sudsudvestur.is
Opnunartími; Laugardaga og sunnudaga frá kl. 2-5 og eftir samkomulagi.