Hljómahöll er fimm ára í dag

Hljómsveitin Hjálmar í meðförum listakonunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Mynd úr Rokksafni Íslan…
Hljómsveitin Hjálmar í meðförum listakonunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Mynd úr Rokksafni Íslands. Ljósmynd: Arnar Bergmann Sigurbjörnsson

Hljómahöll fagnar því í dag að fimm ár eru liðin frá opnun hússins. Húsið var formlega opnað 5. apríl 2014.  Óhætt er að segja að fjöldi viðburða hafi aukist jafnt og þétt í gegnum árin og að húsið sé í stöðugri notkun nú þegar það fagnar þessum tímamótum. Hljómahöll hýsir Rokksafn Íslands og Stapa, auk þess sem Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er í húsinu.

Hljómahöll vill koma áleiðis þökkum til allra þeirra sem hafa lagt leið sína í Hljómahöll hvort sem það var á Rokksafn Íslands, tónleika, árshátíðir, fundi eða aðra viðburði. Þá vill starfsfólk þakka samstarfsaðilum okkar, birgjum og öllum listamönnunum sem hafa unnið með Hljómahöll fyrir frábært samstarf í gegnum tíðina. Afmæli Hljómahallar verður fagnað í kvöld þegar hljómsveitin Baggalútur kemur fram á tvennum uppseldum tónleikum í tónleikaröðinni „trúnó“.

Engin leið er að telja upp alla þá viðburði sem hafa verið í húsinu eða alla þá listamenn sem hafa komið fram. Myndasafn Hljómahallar á Facebook gefur mynd af fjölbreytileikanum. Margt hefur verið um að vera eins og sjá má í safninu og viðburðir af öllum stærðum og gerðum.  

Með því að smella á þennan tengil opnast myndasafn Hljómahallar á Facebook