Hugmyndasöfnun
Hugmyndasöfnun

þegar rúmlega vika er liðin af hugmyndasöfnun fyrir Betri Reykjanesbæ 2021 eru komnar 58 frábærar hugmyndir inn. Þetta eru fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir og það verður gaman að sjá einhverjar þeirra verða að veruleika.

Það er ennþá nokkrir dagar til stefnu að setja inn hugmyndir og hvetjum við þá sem luma á góðri hugmynd að setja hana inn á vefinn en frestur til að setja inn hugmynd er 14. apríl.

Einnig bendum við fólki á að skoða þær hugmyndir sem fram eru komnar og taka þátt í að móta þær með því að skrifa rök með eða á móti.

Vekja athygli á hugmynd

Þegar búið er að setja hugmynd inn á Betri Reykjanesbæ er hægt að vekja athygli á henni með því að deila hugmyndinni á samfélagsmiðlum. Þannig geta skapast fjörugar umræður í kringum hugmyndina og fólk skrifar frekar rök við hana.