Betri Reykjanesbær - hugmyndavefur

Myndin tekin af unsplash.com
Myndin tekin af unsplash.com

Reykjanesbær hefur opnað hugmyndavef undir nafninu „Betri Reykjanesbær“ sem mun nýtast til að taka á móti hugmyndum og tillögum frá íbúum í ákveðnum verkefnum. Á dögunum skrifaði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri undir samning við Róbert Bjarnason, framkvæmdarstjóra hjá íbúar.is sem er eigandi þessa samráðskerfis sem nokkur sveitarfélög hafa nýtt sér með góðum árangri síðastliðin ár. 

Betri Reykjanesbær er íbúalýðræðisvefur en markmiðið með honum er að fá íbúa til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Betri Reykjanesbær er tilvalinn staður fyrir íbúa til að koma með bæði skemmtilegar hugmyndir og góðar ábendingar.

Fyrstu verkefnin eru komin inn á vefinn en þar er óskað eftir tillögum að verkefnum sem gætu skapað ný atvinnutækifæri og aukið mannlíf í Reykjanesbæ. Vefurinn er einfaldur í notkun og hægt að velja hvort komið er fram undir nafni eða ekki. Vefurinn er aðgengilegur á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is

Við hvetjum alla til að taka þátt og byggja í sameiningu upp enn betri bæ.

Smelltu hér til að taka þátt