Hvað finnst þér að þetta svæði ætti að heita?
Hvað finnst þér að þetta svæði ætti að heita?

Undirbúningur að Ljósanótt er örugglega kominn vel af stað víða og starfsmenn Reykjanesbæjar eru þar ekki undanskildir.  Eitt af skemmtilegu verkefnunum sem liggja fyrir, er að finna nafn á aðal hátíðarsvæðið þ.e. stóra túnblettinn milli Hafnargötu og Ægisgötu þar sem sviðið hefur staðið undanfarin ár.  Þannig háttar að þetta svæði er manngert , þetta er uppfylling síðari tíma og því fylgir þessu svæði ekkert endilega gamalt örnefni og það hefur þess vegna ekki fengið neitt formlegt heiti. 

Þetta gefur okkur  frelsi til að láta hugmyndaflugið njóta sín í nafngiftinni og skemmtilegt væri að bæjarbúar kæmu nú með tillögur að heiti þessa helsta hátíðarsvæðis bæjarins.

Tillögum að heiti svæðisins má koma á framfæri á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða með því að hringja í síma 421-6700.