Gróa Björk Hjörleifsdóttir og Guðrún Lísa Einarsdóttir hlutu hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2019 fy…
Gróa Björk Hjörleifsdóttir og Guðrún Lísa Einarsdóttir hlutu hvatningarverðlaun fræðsluráðs 2019 fyrir verkefnið Jóga og slökun í Heiðarskóla. Markmið verkefnisins var að nemendur læri á tilfinningar sínar og geti nýtt sér aðferðir til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Fræðsluráð Reykjanesbæjar efnir árlega til hvatningarverðlauna fyrir verkefni í skólastarf sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni.

Verðlaunin eru veitt til einstaka kennara, kennarahópa og starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem standa að baki verkefnunum. Hvatningarverðlaunin verða afhent í Bíósal Duus Safnahúsa mánudaginn 8. júní kl. 17:00.

Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð verkefni sem hafa nýst skólasamfélaginu og hafa verið unnin á yfirstandandi skólaári. Skila þarf inn tilnefningum fyrir 15. maí nk.

Eyðublað fyrir tilnefningar