Hver er þín skoðun varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða?

Reykjaneshöllinn er eitt íþróttamannvirkjanna í Reykjanesbæ.
Reykjaneshöllinn er eitt íþróttamannvirkjanna í Reykjanesbæ.

Reykjanesbær hefur ráðist í verkefni í samstarfi við Capacent sem miðar að því að skilgreina og forgangsraða verkefnum sem snúa að uppbyggingu íþróttamannvirkja og íþróttasvæða í Reykjanesbæ. Í því felst meðal annars
að fá sjónarhorn íbúa Reykjanesbæjar í þessum málaflokki, enda snertir hann okkur flest á einn eða annan hátt.

Opnuð hefur verið sérstök ábendingagátt í þessum tilgangi. Hún verður opin 8. – 15. maí næstkomandi á slóðinni https://www.reykjanesbaer.is/is/moya/formbuilder/index/index/hver-er-thin-skodun-a-uppbyggingu-ithrottamannvirkja-og-svaeda-i-reykjanesbae

Hver er þín skoðun á núverandi notkun íþróttamannvirkja og íþróttasvæða í Reykjanesbæ? Telur þú að möguleiki sé fyrir hendi að nýta þau betur eða á hagkvæmari máta?
Taki bæjarstjórn ákvörðun um að byggja ný íþróttamannvirki, hverskonar íþróttamannvirki er brýnast að reisa og hvar ætti að staðsetja það?

Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag