Í tilefni af umræðu um væntanleg viðskipti milli Geysis Green Energy og Magna um hluti í HS orku

Í tilefni af umræðu sem komið hefur upp í tengslum við væntanleg viðskipti milli Geysis Green Energy og Magma um hluti í HS Orku vill Reykjanesbær árétta að bærinn keypti á árinu 2009, land og auðlindir sem nýttar eru til vatnstöku og raforkuframleiðslu á Suðurnesjum og eru auðlindirnar að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins. Viðræður hafa staðið við Grindavíkurbæ um að taka yfir það land og auðlindir sem tilheyra skipulagssvæði Grindavíkur. Reykjanesbær er ekki aðili að þeim samningum sem nú eru til umfjöllunar í fjölmiðlum.