Íbúafundur í Hljómahöll um aðalskipulag

Kynntar verða vinnslutillögur vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008 - 2024 á íbúafundi í Hljómahöll miðvikudaginn 8. júní milli kl. 17:00 og 19:00.

Kynningin er í samræmi við 2 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðal annars verður farið yfir þéttingu byggðar, atvinnusvæði og samgöngur. Í framhaldi verður endanleg tillaga unnin og auglýst eftir athugasemdum. Gefinn verður sex vikna frestur til að skila inn athugasemdum.

Reykjanesbær kynnti núgildandi aðalskipulag á skipulagsþingi í Hljómahöll í september 2015 og var þá einnig kallað eftir hugmyndum íbúa og unnið úr þeim.