Íbúafundur vegna rafrænnar íbúakosningar í Reykjanesbæ 24. nóvember til 4. desember, um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík, verður haldinn í Stapa fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00. Á fundinum verður tilurð og fyrirkomulag kosningarinnar kynnt, ásamt sjónarmiðum bæjaryfirvalda og íbúa sem eru mótfallnir deiliskipulagsbreytinni í Helguvík.

Boðið verður upp á umræður og fyrirspurnir úr sal að erindum loknum. Í pallborði verða fulltrúar allra framboðslista sem sæti eiga í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Fundinum verður útvarpað í svæðisútvarpi Suðurnesja, Hljóðbylgjunni Fm 101.2.

Vefur um íbúakosninguna hefur verið opnaður á slóðinni www.ibuakosning.is (Íslenska, English, Polski). Þar eru að finna allar upplýsingar um fyrirkomulag kosningarinnar, sjónarmið bæjaryfirvalda og íbúa sem eru mótfallnir deiliskipulagsbreytingunni á íslensku, ensku og pólsku.