Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 23 þúsund

Ljósmynd tekin á Ljósanótt 2022 sem sýnir mannmergð á hátíðarsvæði
Ljósmynd tekin á Ljósanótt 2022 sem sýnir mannmergð á hátíðarsvæði

Samkvæmt Gagnatorgi Reykjanesbæjar, sem finna má hér, eru íbúar Reykjanesbæjar nú orðnir rúmlega 23 þúsund. Þeir skiptast þannig eftir hverfum að tæplega 9900 búa í Keflavík, rúmlega 4800 í Innri Njarðvík, jafnmargir eða 4800 á Ásbrú, 3400 í Ytri Njarðvík og 114 í Höfnum.

Karlkyns íbúar eru 55% og kvenkyns 45%. Alls hafa 5 íbúar náð 100 ára aldri og hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er 32%.

Á Gagnatorginu er einnig að finna ýmsar aðrar, áhugaverðar upplýsingar og tölfræði.

Gagnatorg