Íbúar spurðir um álit vegna gangstétta á Langholti - fleiri samráðsmál á Mitt Reykjanes

Samráðsmál á Mitt Reykjanes
Samráðsmál á Mitt Reykjanes

Óskað hefur verið eftir tillögum frá íbúum við Langholt um hvað skuli gera við gangstéttar í götunni en þær hafa í gegnum árin verið brotnar upp með grasi.

Skiptar skoðanir hafa verið á þeirri tilhögun og nú gefst íbúum tækifæri á að láta skoðun sína í ljós með því að senda inn athugasemd í könnun sem nú er birt á íbúavefnum mittreykjanes.is

Fleiri samráðsmál eru nú í gangi á mittreykjanes en þau eru birt eftir mismunandi markhópum s.s. eftir hverfum, aldri íbúa, götum og fl. Má þar nefna hugmyndir fyrir þróun vefsins, deiliskipulagsauglýsingar, og fleira. Stefnt er að því að nota samráðsmál í auknu mæli eftir því sem tilefni þykir til en þannig má auka enn frekar lýðræðislega þátttöku íbúa. Öll svör sem berast frá notendum vefsins berast sjálfkrafa í málakerfi Reykjanesbæjar þar sem haldið er utan um þau.

Til þess að senda inn athugasemdir og tillögur þarf lykilorð sem hægt er að fá í þjónustuveri Reykjanesbæjar í síma 421 6700 eða í heimabanka.

SKRÁ MIG Á MITT REYKJANES