Þann 18 maí n.k. mun kórinn "Í Fínu Formi" sem er kór félags eldri borgara á Akureyri, koma í heimsókn til Reykjanesbæjar og Suðurnesja.

Miðvikudaginn 19. maí mun kórinn halda tónleika í samstarfi við Eldeyjarkórinn í Ytri Njarðvíkurkirkju kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis.

Suðurnesjafólk er eindregið hvatt til að koma til að hlusta á og hitta þessa ágætu gesti.

Stjórn Eldeyjar, kórs félags Eldri borgara á Suðurnesjum