Kristinn Óskarsson nýráðinn mannauðsstjóri
Kristinn Óskarsson nýráðinn mannauðsstjóri

Kristinn Óskarsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri Reykjanesbæjar eftir ráðningarferli í samvinnu við Hagvang.
Alls sóttu 10 mjög hæfir einstaklingar um stöðuna. 

Kristinn er menntaður íþróttakennari og starfaði í Heiðarskóla í Reykjanesbæ um 9 ára skeið, frá 1999-2008.
Árið 2007 lauk Kristinn diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Endurmenntunarstofnun HÍ og árið 2009 meistaraprófi í viðskiptastjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands.
Sama ár hóf hann störf hjá Securitas hf. þar sem hann starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs og frá 2014 sem framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi.
Kristinn hefur lokið námi sem stjórnendamarkþjálfi (Executive Coaching) og er einn reyndasti körfuboltadómari landsins.