Kynning á nýju leiðakerfi innanbæjarstrætó

Rauða lína sýnir nýja „einnar línu kerfið“, sem hugmynd er að taka í notkun 15. júlí.
Rauða lína sýnir nýja „einnar línu kerfið“, sem hugmynd er að taka í notkun 15. júlí.

Nýtt leiðakerfi innanbæjarstrætó verður kynnt á umferðar- og samgönguþingi í Íþróttaakademíunni mánudaginn 29. apríl kl. 17:00. Kerfið er svokallað „einnar línu kerfi“ sem styttir biðtíma og stórbætir þjónustu, að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Ásamt því að kynna leiðakerfið á þingi verður tekið á móti ábendingum frá íbúum og notendum.

Það er VSÓ ráðgjöf sem hefur unnið tillögu að nýju leiðakerfi innanbæjarstrætó Reykjanesbæjar. Nýja kerfið kæmi í stað núverandi strætóleiða R1, R2 og R3, sem aka Keflavík, Njarðvík og Ásbrú. Stefnt er að því að taka kerfið í notkun 15. júlí nk. Engin breyting verður á gjaldi í strætó, árskort fyrir almenning áfram á 5000 krónur og fyrir börn, öryrkja og eldri borgara á 2000 krónur.