Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu til ársins 2030

Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 verður haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnuna…
Kynningarfundur um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 verður haldinn í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þann 19. ágúst næstkomandi frá kl. 17:00 - 19:00.

Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi 3. júní síðastliðinn. Þetta eru mikilvæg tímamót fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu.

Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að kynna heilbrigðisstefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Þegar hafa verið haldnir tveir slíkir fundir í heilbrigðisumdæmum Norðurlands og Vestfjarða, þann 14. ágúst verður heilbrigðisstefnan kynnt í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og 15. ágúst í heilbrigðisumdæmi Vesturlands.

Þann 19. ágúst næstkomandi stendur heilbrigðisráðherra fyrir opnum kynningarfundi um heilbrigðisstefnuna í heilbrigðisumdæmi Suðurnesja, í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fundurinn verður haldinn í fundarsal heilbrigðisstofnunarinnar, Skólavegi 6 í Reykjanesbæ og stendur frá kl. 17.00 – 19.00.

Á fundinum verður fjallað um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins.

Dagskrá fundarins:

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra – Kynning á heilbrigðisstefnu
Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja – Sýn forstjóra
Alma D. Möller landlæknir – Heilbrigðisstefna frá sjónarhóli landlæknis
Pallborð: Auk frummælenda tekur Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar þátt í pallborðsumræðum ásamt Elsu B. Friðfinnsdóttur eða Ásthildi Knútsdóttur, skrifstofustjóra úr heilbrigðisráðuneytinu.
Fundarstjóri er Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Hér má sjá Heilbrigðisstefnu - stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030