Útileiksvæðin við leikskólana

Leikskólinn Skógarás - leiksvæði
Leikskólinn Skógarás - leiksvæði

Nú er að koma sumar og krakkarnir njóta þess að leika sér úti. Við hvetjum foreldra til að nýta sér útileiksvæðin í kringum leikskólana í Reykjanesbæ. 

Öll leiksvæðin í kringum 9 leikskóla eru opin bæjarbúum, fyrir utan tvo leikskóla, þar sem lóðirnar eru lokaðar. Það eru Gimli þar sem lóð er lokuð vegna aðgengis í gegnum hús og Tjarnarsel þar sem var gripið til þess ráðs að loka vegna mjög slæmrar umgengni og skemmda á lóð um helgar. Við bjóðum alla velkomna á leikskólalóðirnar fyrir utan opnunartíma leikskólanna sem vilja njóta þess sem þær hafa upp á að bjóða. Gleðilegt sumar.