Lengri opnunartími í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur fengið fjölmargar áskoranir um að lengja opnunartímann í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar. Það er því gleðiefni að tilkynna að þeim óskum hefur verið mætt. Frá og með 1. maí er opið frá 06:30 – 21:30 virka daga og frá 09:00 – 18:00 um helgar. Sami opnunartími verður á veturna sem þýðir lengri opnun um eina klukkustund virka daga og hálftíma um helgar.

Frá 15 maí til 1. ágúst 2021 fá atvinnuleitendur ódýrari aðgang í sund. Um er að ræða samstarf á milli Vinnumálastofnun og Reykjanesbæjar. Atvinnuleitendur munu geta nálgast staðfestingarblað á skrifstofu Vinnumálastofnunar og framvísað í vatnaveröld. Óskað er eftir greiðslu að upphæð 1.000 kr. fyrir tímabilið.