Ljósanótt hvergi nærri lokið enda fjöldi viðburða í dag

Árgangur 1968 fékk sérstakan athygli í Árgangagöngunni eins og allir sem standa á fimmtugu ár hvert…
Árgangur 1968 fékk sérstakan athygli í Árgangagöngunni eins og allir sem standa á fimmtugu ár hvert. Ljósmynd: Víkurfréttir

Tugir þúsunda gesta fylltu hátíðarsvæðið á Bakkalág í gærkvöldi. Boðið var upp á stórtónleika á sviði og flugeldasýningu í kjölfarið. Einna hátíðlegast er þegar Bergið er upplýst fyrir veturinn. Dagskráin fór vel fram og lögreglan ánægð með allan brag Ljósanæturhátíðar.

„Þetta er flottasta flugeldasýning sem ég hef séð,“ heyrðist af vörum gesta í gær. Veðurblíðan hjálpaði vissulega til en liðsmenn Björgunarsveitarinnar Suðurnes hafa líka gott lag á að skapa góða stemmningu við þessa flugeldasýningu. Greiðlega gekk fyrir Ljósanæturgesti að komast úr bænum.

Þó dagskrá Ljósanætur hafi náð hámarki í gærkvöldi er hún hvergi nærri búin. Sýningarstaðir og verslanir verða opnar í dag og boðið verður upp á staka viðburði. Hafnir Hollywood ætla að halda hátíð sem hefst kl. 13:00. Þar verður söguganga, tónleikar í Kirkjuvogskirkju og kaffisala í Gamla skólanum. Tónlistarfólkið S.hel og Mill verða með tónleika í Bíósal Duus Safnahúsa kl. 15:00 og tvær sýningar verða á tónlistarsýningunni Með diskóblik í auga kl. 16:00 og 20:00 í Andrews Theater. Þá býður sópransöngkonan Alexandra Chernyshova og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson upp á stofutónleika kl.17:00 að Guðnýjarbraut 21.

Dagskrá ljósanætur er í heild sinni 

Hér má sjá Siggu Dögg kynfræðing með gestum á sýningu sinni Hugarheimur höfundar, kynVera verður til. Ljósmynd: Víkurfréttir