Ljósanótt sett í dag

Frá setningu Ljósanætur.
Frá setningu Ljósanætur.

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður sett við Myllubakkaskóla í dag þegar skólabörn sleppa 2000 marglitum blöðrum til himins.

Árni Sigfússon bæjarstjóri setur hátíðina en fram koma Gítar Myllos sem stjórna fjöldasöng s.s. Meistari Jakob og ljosalaginu Velkomin á Ljósanótt.

Hefst þá fjölbreytt dagskrá og skemmtilegir viðburðir sem stendur fram á sunnudag. Í kvöld opna flestar listsýningar í bænum og eru gestur ljósahátíðarinnar hvattir til þess að mæta með hatta og önnur höfuðföt.

Gleðilega hátíð!

Sjá ljosanott.is