Lóa Björg Gestsdóttir ráðin skólastjóri Heiðarskóla

Lóa Björg Gestsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Heiðarskóla. Lóa Björg lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005 og MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2019.

Lóa Björg hefur starfað í Heiðarskóla undanfarin fjögur ár, sem aðstoðarskólastjóri í þrjú ár og undanfarið ár hefur hún leyst af sem skólastjóri.

Lóa Björg tekur við skólastjórastarfinu af Bryndísi Jónu Magnúsdóttur sem lætur nú af störfum eftir farsælan feril í Heiðarskóla.