Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2. mars í Sandgerði

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ og Sandgerði verður haldin í Grunnskólanum í Sandgerði miðvikudaginn 2. mars  kl. 16:30. Fræðslusvið Reykjanesbæjar sér um framkvæmd hennar og  er hátíðin  nú haldin í nítjánda sinn.

Undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppninnar hefst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, hjá öllum 7. bekkingum. Kjörorð verkefnisins eru  að vanda flutning og framburð íslensks máls, læra að njóta þess að flytja móðurmál okkar, sjálfum okkur og öðrum til ánægju og að bera virðingu fyrir því.

Allir eru nemendurnir sigurvegarar því að það eiga sér stað miklar framfarir hjá öllum nemendum eftir að hafa æft markvisst  fallegan og vandaðan upplestur stóran hluta vetrarins í umsjón kennara.

Meðfylgjandi mynd sýnir keppendur á lokahátíðinni í Bíósal Duushúsa í mars 2015.