Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar 2012

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór  fram  í bíósal Duus – húsa 21. mars 2012. Tólf keppendur frá fimm skólum í Reykjanesbæ og Grunnskólanum í Sandgerði tóku þátt í keppninni.  Skáld stóru upplestrarkeppninnar í ár voru þau Kristín Helga Gunnarsdóttir en lesnar voru svipmyndir úr skáldsögu hennar Draugaslóð og ljóð eftir Gyrði Elíasson. Einnig lásu flytjendur  ljóð að eigin vali. Allir keppendurnir stóðu sig mjög vel og var erfitt fyrir dómnefnd að velja. Allir keppendur fengu bókaverðlaun.  Þeir sem lentu í þremur efstu sætunum voru:
1. Ísak Daði Ingvason,  Njarðvíkurskóla
2. Hreiðar Máni Ragnarsson, Holtaskóla
3. Valdís Lind Valdimarsdóttir, Akurskóla