Makríll í Keflavíkurhöfn

Frá Keflavíkurhöfn.
Frá Keflavíkurhöfn.

Mikil umferð handfærabáta á makrílveiðum var þann 28. ágúst og lönduðu 25 bátar 132 tonnum af makríl til frystingar.  Jafnframt var togarinn Sóley Sigurjónsdóttir GK 200 að landa makríl til frystingar í Keflavíkurhöfn.

Veiði hefur verið ágæt þessa vikuna á Stakksfirði og landa sumir handfærabátanna tvisvar yfir daginn og því mikið um að vera við löndun og vinnslu makrílsins. 
Stangveiðimönnum á bryggjunni í Keflavíkurhöfn hefur gengið eitthvað tregar að veiða, en eru þó varir, enda eru handfærabátarnir stundum að fá hann í hafnarmynni Keflavíkur- og Helguvíkurhafnar.

En það styttist í að þessum veiðum ljúki, þar sem kvótann er að þrjóta.  Einhverjir vonast eftir að aukið verði við kvótann eftir nýjustu upplýsingar um stærð makrílstofnsins í fréttum í dag.