Mikill fjöldi við opnun handverkssýningar eldri borgara

Frá opnun handverkssýningar.
Frá opnun handverkssýningar.

Handverkssýning eldri borgara var opnuð formlega á Nesvöllum 1. maí að viðstöddum fjölda gesta.

Eldeyjarkórinn söng við athöfnina og tveir úr hópi eldri borgara þau Sigrún Sigurðardóttir og Þórmar Guðjónsson opnuðu sýninguna með því að klippa á borða.
Einnig bauðst gestum að taka þátt í kynnisferðum um Reykjanesbæ í boði bæjarstjórans sem voru vel sóttar enda blíðskaparveður og margt að sjá.

Handverkssýningin var opin um helgina og hefur verið stöðugur straumur fólks að skoða þetta frábæra handverk eldri borgara.

Sýningin verður opin til 7. maí frá kl 13:00-18:00.