MindSpring fyrir flóttafólk á Ísland

Mynd: Mario trainer, Telma Co-trainer, Jette(kennri dk), Rafha trainer, Lilja, trainer og Co-traine…
Mynd: Mario trainer, Telma Co-trainer, Jette(kennri dk), Rafha trainer, Lilja, trainer og Co-trainer, Ester Co-trainer, Laura (kennari dk), Ásta Co-trainer.
Sveitarfélög sem eru með samning um samræmda móttöku flóttafólks á Íslandi sóttu um styrk til Þróunarsjóðs íslenskra sveitarfélaga um að innleiða MindSpring aðferðina á Íslandi. MindSpring aðferðin var þróuð í Hollandi árið 2002 af Hollenska sálfræðingnum Paul Sterk. Markmið með MindSpring var að finna upp nýja aðferð til að takast á við geðheilsuvanda meðal flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlegavernd í Hollandi.

,,MindSpring empowers refugees and gives them a strong sense of identity in their new country“ - Paul Sterk.

Í Októbermánuði síðast liðnum sóttu fjórir málstjórar og tveir flóttamenn námskeið til að læra að verða MindSpring kennarar. MindSpring er hugsað sem hópnámskeið þar sem 8 -10 þátttakendur sitja námskeiðið þar sem einn þjálfari (með flóttamannabakgrunn) og einn aðstoðar þjálfari (málstjóri/félagsráðgjafi) leiðbeina þátttakendum.
 
Hugmyndin er byggð á Peer to peer leiðsögn þar sem þjálfar( Trainer) sem hefur aðlagast íslensku samfélagi leiðbeinir flóttamönnum sem sitja námskeiðið og kennir það á móðurmáli þátttakenda. MindSpring námskeið er hægt að halda fyrir börn, ungmenni á aldrinum 15 til 30 ára og svo foreldra. Námskeiðið stendur yfir í 8 skipti tvo tíma í senn. Viðfangsefni námskeiðsins eru mismunandi eftir markhóp en MindSpring námskeiðið mun fyrst vera haldið fyrir ungmenni á aldrinum 15 til 30 ára þar sem eftirfarandi viðfangsefni eru tekin fyrir;
 
  • Ólík menning og gildi,
  • Áhrifamáttur samfélagsins,
  • Réttindi og skyldur,
  • ·Kyn og kynferði,
  • Sjálfsmynd og breyting á sjálfsmynd,
  • Streita, áföll og aðferðir til að takast á við streitu og áföll,
  • Einmannaleiki,
  • Samfélag og tengsla myndun.
 
Við hjá alþjóðateymi Reykjanesbæjar getum kennt námskeiðið á arabísku, spænsku og úkraínsku og erum við mjög stolt og spennt fyrir því að halda fyrsta námskeiðið í janúar. MindSpring geðheilbrigðis námskeið eru nú haldin í Hollandi, Danmörku, Belgíu, Þýskalandi, Finnlandi og nú á Íslandi.
 
Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að finna hér: Ungegrupper | MindSpring (mindspring-grupper.dk)