Myllubakkaskóli tekur í notkun útikennslusvæði

Frá útikennslusvæði Myllubakkaskóla.
Frá útikennslusvæði Myllubakkaskóla.

Magnea Guðmundsdóttir formaður umhverfis og skipulagsráðs afhenti Myllubakkaskóla Miðtúnsróló sem útikennslusvæði 28. febrúar síðastliðinn.
Að sögn Þorvarðar Guðmundssonar kennara í Myllubakkaskóla mun tilkoma útikennslusvæðisins breyta miklu fyrir nemendur í skólanum auk þess sem Miðtúnsróló verður að loknum breytingum bæjarprýði, íbúum jafnt ungum sem öldnum til ánægju og yndisauka. Gagngerar endurbætur verða gerðar á Miðtúnsróló til að laga hann að nýju hlutverki. Settar verða skjólmanir,klifurtæki, útieldstæði, tyrft og plantað trjám líkt og tilheyrir á skemmtilegur útikennslusvæði. Stefnt er að því að gera endurbætur á vallarhúsinu þannig að það nýtist einnig sem eðlilegur hluti af svæðinu.