Myndasafn Reykjanesbæjar komið á vefinn

Ein gömul og góð úr myndasafninu.
Ein gömul og góð úr myndasafninu.

Nú eru aðgengilegar 6895 ljósmyndir, gamlar og nýjar, frá Suðurnesjum í myndasafni Reykjanesbæjar. Myndasafnið er í umsjón Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Ljósmyndum hefur verið safnað í áratugi og getur fólk nú skoðað árangurinn. Mikill vinna er að skanna myndir og tengja við þær texta en vonast er til að almenningur geti lagt okkur lið við að bæta við og leiðrétta upplýsingar. Þetta er fyrsta skrefið en tugi þúsunda mynda er enn eftir að vinna fyrir vefinn.

Vefgáttinn var opnuð á afmælisdegi Heimis Stígssonar ljósmyndara þann 17. október en þá hefði hann orðið áttræður. Heimir var atvinnuljósmyndari og rak Ljósmyndastofu Suðurnesja í um hálfa öld og er myndasafn hans mikilvægur hluti af safninu. Í safninu eru margvíslegar tegundir af myndum, t.d. er safn Heimis að mestu negatívur og hafa þær verið skannaðar margar saman þannig að fólk geti séð alla myndatökuna.

Myndasafn Reykjanesbæjar