Námskeið í teikningu og sagnagerð á bókasafninu

Mynd úr bók þeirra Völu og Agnieszku
Mynd úr bók þeirra Völu og Agnieszku

Rithöfundurinn Vala Þórsdóttir og teiknarinn Agnieszka Nowak ætla að halda námskeið fyrir börn í teikningu og sagnagerð á Bókasafninu föstudaginn 5. nóvember klukkan 15. Námskeiðið er hugsað fyrir íslensk og pólsk börn á aldrinum 6 - 12 ára, þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta er fyrsta námskeiðið af mörgum sem þær Vala og Agnieszka munu halda víðs vegar um landið í nóvember

Vala og Agnieszka gáfu nýverið út bókina Þankagangur, bæði á pólsku og íslensku. Á pólsku heitir hún Myslobieg. Sagan fjallar um pólsk-íslenska stelpu sem býr í Reykjavík og upplifir ýmislegt sem tvítyngd börn gera en ekki alíslensk börn. Höfundar lögðust í rannsóknir við gerð bókarinnar, tóku viðtöl við pólsk-íslenska börn og foreldra þeirra varðandi tvítyngið.

Vala mun kenna sagnagerð og tala íslensku en Agnieszka teikningu og tala pólsku. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnunum.

Hægt verður að kaupa bókina á staðnum.
Tenglar: reykjanesbaer.is/bokasafn