Fjölbrautaskóli Suðurnesja.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja.

Reykjanesbær hefur ákveðið að meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur verði nemendum í Fjölbrautarskóla Suðurnesja boðið frítt í Sundmiðstöðina/ Vatnaveröld alla morgna til kl. 12.00. Reykjanesbær vill stuðla að því að nemendur skólans taki daginn snemma og byrji á  góðri sundferð.

Brottfall nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur minnkað verulega síðustu ár og því mikilvægt að það aukist ekki á nýjan leik vegna verkfallsins. Einn liðurinn í því er að nemendur taki ekki upp á því  að snúa  sólarhringnum við.