Nemendur í FS náðu góðum árangri á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Frá námi í háriðn
Frá námi í háriðn

Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja náðu góðum árangri á nýliðnu Íslandsmóti iðn- og verkgreina þar sem keppt var í trésmíði, hársnyrtingu og rafmagni.

Í trésmíði kepptu þeir Freyr Marínó Valgarðsson og Óttar Steinn Magnússon. Tröppustóllinn sem var verkefni frá Gunnari Valdimarssyni úr FS vakti mikla athygli og höfðu margir áhuga á að kaupa stóllinn. Andri Már Þorvarðarson keppti í rafmagni og lenti í öðru sæti í þeirri grein.

Í hársnyrtingu kepptu þær E. Kamilla Wilberg Antonsdóttir, Svanlaug Birna Sverrisdóttir og Ingey Arna Sigurðardóttir, en sú síðastnefnda hreppti annað sætið í keppninni.