Mynd fengin af dv.is
Mynd fengin af dv.is

Fyrsti fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar fór fram í gær vegna yfirlýsts neyðarstigs almannavarna vegna kórónaveiru Covid-19.
Neyðarstjórn er ætlað að styðja og styrkja aðgerðir einstakra sveitarfélaga með samræmingu, upplýsingum og boðleiðum. Öll sveitarfélög skipa neyðarstjórn með erindisbréfi sem skilgreinir hlutverk og tilgang neyðarstjórna og liggur sú skipan til grundvallar mönnun neyðarstjórnanna. Neyðarstjórnirnar starfa hvort sem er á hefðbundnum tímum og almannavarnatímum.

Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, svo sem vegna náttúruvár, tæknivár og þegar umhverfi og heilsu er ógnað eins og staðan er nú.

Neyðarstjórnin mun funda vikulega á meðan neyðarstig ríkir og horfir fyrst og fremst til aðgerða sem tryggja öryggi á starfsstöðvum og stofnunum Reykjanesbæjar. Hluti neyðarstjórnarinnar munu taka stöðuna daglega í kjölfar upplýsingafundar almannavarna og sóttvarnalæknis dag hvern og gera ráðstafanir ef nýjar upplýsingar kalla á það. Nú þegar hefur Reykjanesbær gripið til aðgerða til að draga úr smithættu og vernda þá sem tilheyra áhættuhópum.

Með því að smella á þennan tengil má skoða frétt um takmörkun á starfsemi í Reykjanesbæ

Með því að smella á þennan tengil má skoða fundargerðir neyðarstjórnar