Njarðvíkurskóli - útboð vegna breytinga á innra skipulagi

Reykjanesbær - Umhverfissvið Reykjanesbæjar auglýsir útboð vegna breytinga á innra skipulagi skrifstofuálmu og eldhúss Njarðvíkurskóla

Yfirlit yfir verkið
Verkið felst í endurbótum innandyra á starfsmannaálmu Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ, samtals 450 m2. Verkið skiptist í tvo megin hluta þ.e. endurnýjun skrifstofa, flutning og standsetning á móttöku eldhúss ásamt því að bæta við útihurð, steypa ramp að þeirri hurð og byggja útveggi, gólf og þak úr timbri fyrir geymslu í útigarði.

Rífa skal innréttingar, loftklæðningar, hluta raflagna, hluta loftræstikerfis, vatnslagnir að hluta, gólfefni, veggklæðningar, létta milliveggi, saga í steypta veggi og vinna svo að fullnaðarfrágangi innandyra auk áðurnefndra breytinga utandyra. Að verki loknu skal húsið vera tilbúið til notkunar.

Útboðsyfirlit:

  • Afhending útboðsgagna - 15. apríl.2021 kl 14:00
  • Kynningarfundur -  21. apríl.2021
  • Fyrirspurnatíma lýkur - 30.apríl.2021
  • Svarfrestur rennur út - 04.maí .2021
  • Skil á tilboðum - 07. maí.2021 kl 14:00
  • Opnunartími tilboða - 07. maí .2021 kl: 14:02
  • Upphaf framkvæmdatíma - 25. maí 2021
  • Lok framkvæmdatíma - 20. ágúst.2021
  • Kröfur til bjóðenda - Sérstakar kröfur gerðar um hæfni og reynslu bjóðanda,

Þar sem útboðið er rafrænt verður ekki um formlegna opnunarfund að ræða. Bjóðendum verið send fundargerð opnunar þar sem frá kemur hverjir buðu í verkið, tilboðsupphæð og kostnaðaráætlun

Þeir sem áhuga hafa á að gera tilboð í verkið geta með því að senda ósk þar um í tölvupósti á tölvupóstfangið innkaupastjori@reykjanesbaer.is fengið útboðsgögn send.